PANTONE LLC fyrirtækið hefur undanfarin rúm 50 ár verið leiðandi í vali og stöðlun lita fyrir prentun á heimsvísu. PANTONE hefur á síðustu árum fært út kvíarnar og býður nú ekki aðeins litasýnishornabækur fyrir prentun sérlita, heldur einnig fyrir prentun í 4 lit, fyrir vefhönnun og sjónvarp/ljósvakamiðla (RGB/HTML) og fyrir fataiðnað og innanhússarkitekta.

Allar prentsmiðjur, auglýsingastofur og skiltagerðarfyrirtæki á jörðinni nota PANTONE litakerfið sem fyrsta valkost þegar kemur að vali á litum fyrir verkefni fyrir prentun og litir í merkjum (logoum) nánast allra fyrirtækja í heiminum eru skilgreind í PANTONE litum og allir þjóðfánar heims hafa verið skilgreindir í PANTONE litum, svo unnt sé að prenta þá sem réttasta.

Grunnlitakerfi PANTONE (Pantone Plus) inniheldur í dag 1.867 liti.

Mikilvægi þess að litum fyrirtækja á markaði sé haldið réttum og stöðugum má líkja við mikilvægi þess að bragð af rauðvíni breytist ekki á milli tunna, að lyktin af uppáhalds ilmvatninu þínu sé sú sama á milli glasa og að konsert píanisti slái ekki feilnótu þegar hann leikur Tunglskinssónötuna eftir Beethoven fyrir fullu húsi í Hörpunni.

Stöðugleiki og samræmi í litum fyrirtækja hefur bein og mælanleg áhrif á álit markhóps þeirra á þeim samanborið við samkeppnisaðila - með öðrum orðum þá bregðast neytendur við sveiflum og ósamræmi í litum sem fyrirtæki nota til kynningar með minnkandi neyslu.
 
Vertu því með það á hreinu að ef þú pantar og greiðir fyrir prentun á tilteknum PANTONE lit, þá áttu heimtingu á að hann skili sér rétt til þín og markhópsins þíns.

Sem umboðsaðili PANTONE á Íslandi starfrækjum við PANTONE KLÚBBINN, sem heldur utan um upplýsingar um fagfólk sem notar PANTONE litakerfið í starfi sínu, auglýsingastofur/grafíska hönnuði (Grafísk hönnun), prentsmiðjur (Prentun) og vefhönnuði (Vefhönnun), sem flokkast sem fagnotendur PANTONE og einnig bjóðum við prentkaupendur velkomna í klúbbinn.

Aðild að klúbbnum kostar ekki neitt.

Þátttaka í klúbbnum staðfestir að viðkomandi félagi samþykkir mikilvægi þess að litum (með sérstakri áherslu á vörumerki fyrirtækja en á við alla fyrirfram skilgreinda liti sem fyrirtæki eða annar prentkaupandi samþykkir eða velur að nota í markaðssetningu sinni) sé haldið til haga, og að við val á litum fyrir prentkaupanda séu viðkomandi litir skilgreindir og samræmdir/planaðir fyrir alla miðla sem þeir gætu ratað í, - ekki bara einn.

Félagi samþykkir einnig nauðsyn þess að fagnotendur á framleiðslustigi tryggi rétt skil á litum, hver fyrir sinn miðil skv. litasýnishornabókum PANTONE eða stafrænum skilgreiningum skv. PANTONE LIVE.

Fagnotendur á hönnunar- og framleiðslustigi samþykkja að framfylgja þessu, hver fyrir sig skv. skráningu og útgefnum vottunum fyrir viðkomandi notanda (sjá

Spot-Nordic býður prentkaupendum og grafískum hönnuðum/auglýsingastofum upp á ráðgjöf og aðstoð við val og stöðlun lita fyrir alla miðla sem og eftirfylgni með að litum sé skilað rétt frá vinnsluaðila - sjá þjónustu okkar hér að neðan.

PANTONE KLÚBBURINN er opinn fyrir eftirfarandi aðila og er formleg vottun í boði fyrir alla félaga sem auðveldar val á samstarfsaðilum í framhaldinu. Jafnframt gefum við út sérvottanir fyrir hvert litakerfi PANTONE sem viðkomandi notar í sinni vinnslu, en samtals eru sérvottanirnar 7 talsins og ber fagnotendum að framvísa sínum undirvottunum um leið og grunnvottun er framvísað.  Nánari upplýsingar um PANTONE litakerfin er neðst á þessari vefsíðu.


Um PANTONE, minnkandi litameðvitund undanfarinna ára, skýringar.

Í gamla daga, nánar tiltekið fram undir síðustu aldamót, voru prentverkefni almennt annaðhvort í skilgreindum PANTONE sérlitum sem hægt var að rekja og fylgja eftir og passa upp á að væru réttir eða í einum samfelldum lit - of svörtum, eða stundum einum sérlita viðkomandi viðskiptavinar. Grafískir hönnuðir pössuðu vel upp á PANTONE sérliti viðskiptavina sinna og vinnsluaðilar (s.s. prentsmiðjur og skiltagerðir) voru á tánum þegar kom að því að skila litunum sem réttustum til viðskiptavina. Undantekning var veitt á nákvæmni lita í auglýsingum í dagblöðum og tímaritum, þar sem ekki var annað í stöðunni en að breyta sérlitum hvers fyrirtækis sem vildi auglýsa í viðkomandi blaði í 4 lit, en við þetta breytast litir óhjákvæmilega, þar eð litasvið 4 lita prentunar (CMYK) er mun þrengra en litasvið PANTONE sérlita.

 Í kringum síðustu aldamót fjárfestu æ fleiri prentsmiðjur í 4 lita prentvélum og í framhaldinu fóru að koma afkastameiri stafrænar prentvélar sem skila verkefnum í 4 lit og henta ágætlega fyrir smærri upplög.

Verð á 4 lita prentun, sem hafði verið nokkuð hátt, hríðlækkaði með aukinni samkeppni og áður en menn vissu af var orðið réttlætanlegt að láta prenta markaðsefni í 4 lit - og var það jafnvel ódýrara en að láta prenta í 2-3 sérlitum eins og áður hafði tíðkast.

Á þessum tímapunkti, upp úr síðustu aldamótum fékk hver auglýsingastofan eða prentsmiðjan grænt ljós frá viðskiptavinum sínum um að "prenta verkefnið bara í 4 lit ef það kostar það sama eða jafnvel minna". Á þessum tíma voru engar PANTONE litasýnishornabækur til sem sýndu 4 lita útfærslur valinna PANTONE lita, aðeins gömlu sérlita sýnishornabækurnar, sem núna áttu ekki við og voru því settar á hilluna.

Prentsmiðjur hér á landi studdust á þessum tíma að einhverju leyti við alþjóðlegan staðal sem nefnist ISO 12647 og lýsir hann því hvernig stilla þarf prentvélar til að prenta staðlaða rasta í 4 lit. Á þessum tíma voru gefin upp viðmiðunargildi fyrir litstyrk (density) litanna fjögurra sem notaðir eru í 4 lita prentun, - Cyan, Magenta, Yellow og Black/Key (CMYK).

Þetta þýddi að prentarar þurftu ekki að fylgjast með neinu sérstöku sem snéri að litum öðru en að litagjöf væri passleg og að texti og grafísk element væru öll rétt og á sínum stað og að litirnir væru í "registeri".

Prentarar sem unnið höfðu við 4 lita prentun voru enda ekki aldir upp við að spá í annað en útkomu litmynda (ljósmynda). Ef einhverjir grunnlitir voru með í því sem verið var að prenta, þá prentuðust þeir grunnlitir bara eins og þeir prentuðust í það og það skiptið, en fókusinn var á að ljósmyndir væru sem næst fyrirmyndinni (próförk, ljósmynd eða svokölluðu krómalíni).

Við þessar aðstæður gátu auglýsingastofur og viðskiptavinir þeirra ekki haft neina stjórn á því hvernig grunntónar í layouti (ráðandi litir, sbr. í merkjum eða undir negatívan texta) komu út úr prentvélinni og máttu bara þakka fyrir ef litur sem átti að vera blár var blár í endanlegri útkomu en ekki fjólublár.

Því miður varð afleiðing aukinnar tíðni verkefna í 4 lit og minnkandi tíðni verkefna í upprunalegu PANTONE sérlitunum sú að jafnvel bestu fagmenn í hópi grafískra hönnuða gáfust hreinlega upp á að reyna að eltast við að "vernda" liti viðskiptavina sinna eftir að hafa orðið að sætta sig við hverja málamiðlunina eftir aðra þegar kom að útkomu litarins úr prentun. Þetta "vonleysis" hugarfar hefur síðan sjálfkrafa smitast yfir á prentkaupendur sem hafa mátt sætta sig við skýringar á borð við að "annaðhvort sætti þeir sig við þetta eða greiði aukalega fyrir aukaliti.." eða "það er ekki hægt að prenta litinn betur á þennan pappír/þetta efni".

PANTONE brást hinsvegar við með því að framleiða sérstakar litasýnishornabækur í 4 lit en fyrsta bókin sem sýndi 4 lita útfærslur allra PANTONE sérlitana við hliðina á grunnlitunum var því miður verri en engin fyrir okkur í Evrópu, þ.e. það kom í ljós að rastaprósentur litanna voru miðaðar við SWOP prentstaðalinn, sem var þá allsráðandi í Bandaríkjunum, en átti ekki við í Evrópu og því prentuðust 4 lita tónarnir kolvitlaust, jafnvel þó menn reyndu hér í Evrópu. Þetta varð því bara til að styrkja menn í þeirri trú að PANTONE litir hentuðu eingöngu fyrir sérlitaprentun en alls ekki 4 lita prentun.

Fyrirtæki, aðallega fjölþjóðleg stórfyrirtæki, héldu þó sjó þegar kom að því að vernda vörumerkin sín með því að fela auglýsingastofum sínum að hanna vörumerkin, annarsvegar í sérlitum PANTONE og hinsvegar 4 lita útfærslur sem voru staðlaðir rastar fyrir 4 lita prentun sem eingöngu var heimilt að nota sem hluta af 4 lita layouti, t.d. auglýsingum í dagblöðum eða tímaritum eða skilti þar sem ljósmyndum var tvinnað saman við merki fyrirtækisins. Sérstaklega var þó hugað að því að opinber skilti, sbr. skilti á afgreiðslustöðum voru ávallt prentuð í sérlitunum til að vernda séreinkenni vörumerkisins og markmiðið skýrt: Að viðskiptavinir viðkomandi fyrirtækja um allan heim lærðu að þekkja fyrirtækið af litunum einum saman.

Þessi vinnubrögð eru enn þann dag í dag tíðkuð t.d. í hönnun og prentun umbúða s.s. morgunkorns og menn hika ekki við að greiða meira fyrir aukaliti í prentun og framsetningu til að vekja athygli viðskiptavina, þar sem vitað er að fólk sækir gjarnan í það sem það þekkir - og þegar viðkomandi vöru er stillt upp við hliðina á 4-5 sambærilegum vörum samkeppnisaðila í stórmarkaði, þá er það umfram allt liturinn sem fólk þekkir á þeim örfáu sekúndum sem það tekur að taka ákvörðun sem dregur athyglina nóg til að fólk velji vöruna, frekar en hinar.

Flestir grafískir hönnuðir vita að rétt litasamsetning getur verið lykilatriði og ef mismunandi litir eru notaðir við kynningu á fyrirtæki eða vöru þá dregur það sjálfkrafa úr virði viðkomandi fyrirtækis eða vöru í huga þeirra sem fyrirtækið eða varan á að ná til.
Þetta er fyrirbæri sem kallast litaminni og hefur mikið verið stúderað í t.d. prentun og framsetningu á pakkavöru fyrir neytendur (Packaging Printing).

Hinsvegar átti það við 95% af fyrirtækjum að lítil áhersla var lögð á liti fyrirtækisins og það var talið viðunandi ástand - svo lengi sem nánast allir voru undir sama hatti og kröfur voru litlar sem engar þegar kom að samræmingu lita.

Nýir tímar, endurreisn PANTONE og litameðvitundar

Árið 2004 gerðist nokkuð sem hefur valdið straumhvörfum í vali og skilum á litum. Þetta var að vísu ekki á forsíðum margra dagblaða og fæstir vissu einu sinni af þessu. Árið 2004 kom uppfærsla á ISO 12647 litastaðalinn fyrir prentun í 4 lit þar sem hætt var að skilgreina prentlitina eftir magni/þykkt/density á viðkomandi pappír, heldur voru eingöngu gefin upp svokölluð LAB gildi fyrir hvern lit fyrir sig, ásamt rastaprósentum sem voru staðlaðar fyrir rastaprósentur frá 5% upp í 95%.

Í framhaldi af þessu hóf PANTONE framleiðslu á CMYK litasýnishornabókunum (2.868 littónar í 4 lit) og hófu jafnframt framleiðslu á PANTONE COLOR BRIDGE sem arftaka Spot-To-Process litabókarinnar, þar sem í báðum tilfellum viðkomandi bækur voru prentaðar, fyrst í 2 útgáfum, annarri fyrir Bandaríkjamarkað (SWOP) og hinsvegar fyrir Evrópumarkað - þar sem útgáfan fyrir Evrópu var prentuð skv. ISO 12647 staðlinum.

Fyrir nokkrum árum tóku Bandaríkjamenn upp svokallaðan GRACOL/G7 staðal sem er í raun afbrigði af ISO 12647 staðlinum og notar sömu rastaprósentur og sömu prentliti í 4 lita prentun.

Þetta hefur valdið því að PANTONE hefur á nýjan leik náð vopnum sínum og sú staðreynd að íslenskar prentsmiðjur prenta sinn 4 lit almennt skv. ISO 12647 staðlinum, þá geta nú öll fyrirtæki, stór sem smá, á nýjan leik farið fram á að valdir litir þeirra skili sér rétt, hvort sem um er að ræða prentun í sérlitum þeirra eða í 4 lit.

Auglýsingastofur geta í dag valið úr samtals 1.867 sérlitum og 2.868 4 lita (CMYK) tónum, sem síðar er hægt að aðlaga sem sérliti, ef þörf krefur.

Sérstakur starfshópur á vegum Samtaka Iðnaðarins hefur lagt til staðlaðar verklagsreglur fyrir prentsmiðjur og prentkaupendur þar sem þessi staðall er innleiddur og staðfestur og vinna flestar auglýsingastofur og prentsmiðjur á Íslandi samkvæmt honum í dag.

Í dag geta öll fyrirtæki og stofnanir sem það vilja gert ráðstafanir til að litir þeirra fái þá virðingu sem þeir eiga skilið og að með tíð og tíma verði hægt að þekkja þau á litunum sínum einum saman og það er einmitt það sem við getum aðstoðað við.

PANTONE fyrir sérlitaprentun, PANTONE fyrir 4 lita prentun
4 lita útfærslur PANTONE lita eru prentaðar skv. ISO 12647 staðlinum og því borðliggjandi að styðjast við PANTONE litabækurnar - t.d. PANTONE COLOR BRIDGE eða PANTONE CMYK bækurnar þegar valinn er grunnlitur í 4 lit, á sama hátt og PANTONE sérlitir eru valdir þegar prenta á í sérlitum (sérblönduðum prentlitum).

Í dag er sem sé hægt að skilgreina tiltekna PANTONE liti í 4 lit og fylgja því sérstaklega eftir að þeir séu réttir þegar prentun fer fram með því að merkja þá sérstaklega inn á próförk. Í dag geta auglýsingastofur og grafískir hönnuðir í raun valið PANTONE 4 lita útfærslur lita jafnvel sem grunnliti í merkjum fyrirtækja (logoum) sé það mat þeirra að prentað efni viðkomandi fyrirtækis verði að langmestu leyti prentað í 4 lit frá upphafi. Við getum, gerist þess þörf, blandað sérliti sem líkja eftir 4 lita útfærslunni fyrir hvaða PANTONE CMYK lit sem er.

Prentsmiðjur sem á annað borð bjóða upp á prentun í 4 lit skv. PANTONE COLOR BRIDGE eða PANTONE CMYK þurfa aðeins að vera með það á hreinu að þær geti prentað rétt skv. ISO 12647-2 staðlinum. Þetta er gert með réttri stillingu tækja og búnaðar og annaðhvort notast viðkomandi prentsmiðjur við sérsmíðaða ICC útkeyrsluprófíla eða standard ISO 12647 prófíla. Það er því mikilvægt að auglýsingastofa viti nákvæmlega hvað ICC prófíl hún á að nota ef verkefni er skilað inn tilbúnu, til að litir komi rétt út í prentun.

Fjöldi prentsmiðja í Evrópu hefur farið þá leið að fá formlega vottun frá sérfræðistofnunum s.s. FOGRA í Þýskalandi eða UGRA í Sviss til að tryggja - og fá vottun sérfræðinga á að þær geti skilað þessum stöðluðu 4 lita afbrigðum réttum út úr prentvél.

I&I Heildsala/Spot-Nordic býður prentsmiðjum upp á einfalda og þægilega leið til að staðla útkomu í 4 lita prentun á öllum vélum með litlum tilkostnaði og þjálfun starfsfólks sem skilar sér í ánægðari viðskiptavinum og færri mistökum.

Það er því engin ástæða fyrir fagfólk að vera niðurlútt lengur þegar kemur að því að velja og skila PANTONE litum. Í dag er hægt að tryggja mjög gott samræmi í litum fyrirtækja, - á milli miðla, pappírsgerða/efna og prentaðferða. Við getum skilað öllum litum réttum, aftur og aftur, með réttu hugarfari, faglegum vinnubrögðum og sameiginlegu átaki. Við þurfum ekki lengur að sætta okkur við stórar sveiflur í litum.

Notkun PANTONE í vinnslu
Fyrirtækið veitir 1 árs ábyrgð á litasýnishornabókum sínum en eftir þann tíma eru litir farnar að fölna og breytast og því teljast þær ónothæfar við val á litum sem og við prentun á viðkomandi lit.

Afleiðingar þess að nota gamlar og aflitaðar PANTONE litabækur geta verið fjártjón, slæmt umtal og fækkun viðskiptavina fyrir vinnsluaðila og lykilatriði að allir aðilar sem koma að ferlinu frá vali á lit til afhendingar vöru séu með það á hreinu hvernig valdir litir eiga að líta út. Þetta er því aðeins hægt að allir aðilar - hönnuður, viðskiptavinur og prentsmiðja/skiltagerð/vefhönnuður séu með sömu PANTONE litasýnishornabókina sem þarf að vera innan við 12 mánaða gömul, af sama árgangi.

Prentun sérlita PANTONE er sérlega vandasöm og ekki er mögulegt að prenta PANTONE liti rétt nema nýleg PANTONE litabók sé höfð til samanburðar á meðan á prentun stendur. PANTONE litir breytast gríðarlega mikið eftir magni sem notað er - þ.e. þykkt litarins á pappírnum, og í mörgum tilfellum þarf prentari að prenta litina með meiri styrk en almennt þykir hæfilegur til að ná þeim réttum.

Almennt er ekki hægt að prenta PANTONE sérliti í stafrænni prentun heldur aðeins á þar til gerðum prentvélum - s.s. í offset eða flexo prentun. Því á almennt við að nota 4 lita útfærslur PANTONE (PANTONE CMYK) þegar verið er að velja liti fyrir stafræna prentun.

Rétt og viðeigandi notkun PANTONE litakerfanna er sannarlega ekki á allra færi. Sumar prentsmiðjur prenta t.d. bara í 4 lit á meðan aðrar bjóða upp á sérlitablöndun og prentun. Sumar prentsmiðjur hafa það á valdi sínu að blanda og prenta svokallaða Metallic liti eða jafnvel Fluorcent/Neon effekta liti eða Pastel litina. Aðrar prentsmiðjur bjóða ekki upp á þetta.

Sumar prentsmiðjur geta í raun ekki lofað að prenta neina PANTONE liti rétt, hvort sem um ræðir sérliti, effekta liti eða 4 lit svo vel sé, heldur láta duga að skila af sér verkefnum sem eru eitthvað í áttina að fyrirmynd.

Sama á við um skiltagerðarfyrirtæki og auglýsingastofur. Það er ekkert óeðlilegt við að allir geti ekki boðið upp á allt og fer það í sjálfu sér bara eftir eðli verkefna, tækjabúnaði, þjónustustigi, verði og verkefnum sem viðkomandi hefur sérhæft sig í.

Við mælum með að viðskiptavinir auglýsingastofa, prentsmiðja og skiltagerðarfyrirtækja fylgist með hvort litasýnishornabækur sem viðkomandi vinnsluaðili er með í notkun eru nýjar eða gamlar og láti okkur vita séu gamlar PANTONE litabækur í notkun hjá viðkomandi fyrirtæki. Vörunúmer segir til um aldur viðkomandi litabókar en vörunúmerið stendur á kassanum sem viðkomandi litabók kemur í og er yfirleitt geymd í.

Stærri prentkaupendur ættu tvímælalaust að eiga til PANTONE litasýnishornabækur í gildi þannig að þeir geti fylgst með hvort litir þeirra eru rétt prentaðir eða ekki.

Óheppilegasta tegund framleiðslufyrirtækis er fyrirtæki sem býður fullum fetum upp á vinnslu með PANTONE liti án þess að innistæða sé fyrir því og viljum við leggja okkar pund á vogarskálarnar til að sía þessa aðila frá þeim sem raunverulega kunna til verka og leggja sig fram um að skila góðu verki í hvívetna.

Námskeið fyrir PANTONE notendur
Þar eð, eins og ljóst er að ofangreindu, PANTONE litakerfin eru orðin þó nokkuð mörg í dag og auðvelt að ruglast, þá bjóðum við upp á námskeið í viðeigandi notkun PANTONE litakerfanna þar sem farið er yfir hvernig setja á PANTONE litapalletturnar upp í helstu vinnsluforritum, hvaða PANTONE liti á að skilgreina fyrir hverja tegund verkefnis, hvenær ætti að nota sérliti og hvenær 4 lit, hvaða pappírsgerðir eiga við þegar talað er um PANTONE (U) og PANTONE (C), PANTONE (UP) og PANTONE (CP), spurningar og svör.

Við sníðum námskeiðið eftir þekkingarstigi hjá viðkomandi aðila og bjóðum námskeið fyrir byrjendur sem lengra komna.

Fyrirtæki og einstaklingar sem hafa atvinnu af vinnslu þar sem PANTONE litir eru lagðir til grundvallar, svokallaðir fagnotendur, vita að nauðsynlegt er að endurnýja PANTONE litabækur sem notaðar eru í vinnslu á 12 mánaða fresti til að hægt sé að taka mark á þeim.
Þessu fylgir nokkur kostnaður þó hann sé hlutfallslega ekki mikill miðað við kostnað sem fylgir endurvinnslu á verkefni eða verkefnum sem farið hefur í vaskinn vegna upplitaðra litabóka eða rangrar notkunar á PANTONE kerfinu.

Klúbburinn er annarsvegar ætlaður fagfólki sem vinnur með PANTONE liti í starfi sínu og kann skil á því hvað þarf til að valdir PANTONE litir skili sér rétt til viðskiptavinar og skilur mikilvægi þess að samræmi sé í litum, - á milli miðla og vinnsluaðila. Hinsvegar er klúbburinn opinn prentkaupendum (fyrirtækjum og stofnunum) sem telja mikilvægt að tryggilega sé haldið utan um liti þeirra, sbr. liti í merki fyrirtækis þeirra sem og liti sem notaðir eru við kynningu á fyrirtækinu og vörulínum þess, hvort sem er í prentmiðlum, vefmiðlum eða ljósvakamiðlum.

Megintilgangur

Að auka samræmi einkennislita fyrirtækja og stofnana á með því að knýja á um að fagaðilar, sem á annað borð bjóða upp á vinnslu með PANTONE litum, styðjist við rétt litasýnishorn í vinnslu.

Að kynna og kenna rétta og viðeigandi notkun PANTONE litakerfanna.

Að efla skilning og virðingu fyrir einkennislitum fyrirtækja og stofnana ("Brand Colours") og kynna aðferðir til að velja, samræma og viðhalda slíkum litum, - á milli miðla, efnis sem prentað er á og prentaðferða - sjá "litasett" hér að neðan.

Að auðvelda viðskiptavinum klúbbfélaga að færa verkefni á milli vinnsluaðila eftir þörfum án þess að það hafi áhrif á valda liti í viðkomandi verkefnum.

Að mæla með fagaðilum sem sýna fram á að þeir geti skilað því sem þeir lofa.

Að aðstoða vinnsluaðila við að ná fullum tökum á skilum á PANTONE skilgreindum litum, hvort sem þeir eru skilgreindir í sérlit eða 4 lit, í samstarfi við bakhjarla klúbbsins, sem eru mörg af öflugustu fyrirtækjum heims í litastjórnun. Hér leggjum við sérstaka áherslu á að setja upp svokölluð Gæðaverkefni fyrir prentsmiðjur sem eru skráðar í klúbbinn og getum við boðið heildarlausnir til samræmingar á litum fyrir allar prentvélar (hefðbundnar og/eða stafrænar) samhliða tímasparnaði og sparnaði á pappír og farva sem, í mörgum tilfellum, getur sparað viðkomandi prentsmiðju milljónir króna á hverju ári frá og með lokum verkefnis auk þess sem viðkomandi prentsmiðja er þá komin í úrvalsflokk prentsmiðja á heimsvísu og er þá jafnframt tilbúin til að sækja um vottun skv. ISO 12647-2/PSO.

PANTONE litir eru, þegar öllu er á botninn hvolft, litir eftir númerum (colors by numbers) og það eina sem vinnsluaðilar þurfa að gera er að fylgja leiðbeiningum og nota óslitnar sýnishornabækur.

Það hefur einnig lengi verið álit mitt, sem stofnanda og eiganda I&I Heildsölu / Spot-Nordic að margar íslenskar auglýsingastofur og prentsmiðjur eigi fullt erindi á alþjóðamarkað enda eigum við fullt af góðu fagfólki. Vinnsluaðilar sem geta skilað PANTONE litum réttum frá sér eru ekki á hverju strái erlendis, frekar en á Íslandi og við höfum fullan hug á að kynna sérstaklega þá vinnsluaðila sem sína sig í að skara fram úr á sínu sviði utan Íslands, með áherslu á Norðurlönd.
Þetta verður þó að sjálfsögðu ekki gert nema í fullu samráði við viðkomandi aðila þegar þar að kemur.

Skilyrði aðildar að klúbbnum er að fagnotendur (auglýsingastofur, prentsmiðjur, skiltagerðir, vefhönnuðir) samþykkja að skipta út PANTONE litabókum sínum árlega og fá þess í stað fastan línuafslátt af öllum PANTONE vörum hjá okkur við hverja endurnýjun, auk sérverða og tilboða. Að auki þurfa fagnotendur að skuldbinda sig til að skila völdum PANTONE litum (háð vottun - sjá hér að neðan) réttum úr sinni vinnslu án undantekninga eða samþykkja að vinna viðkomandi verkefni aftur á eigin kostnað, séu litir óásættanlegir.

Það er ekki skilyrði að okkar hálfu að viðkomandi versli PANTONE litabækur hjá I&I Heildsölu / Spot-Nordic, heldur aðeins að þær séu keyptar af löglegum endursöluaðila PANTONE en fagfólk sem framvísar sönnun fyrir kaupum á PANTONE litabókum geta fengið inngöngu í klúbbinn með því að sækja um vottun fyrir þær litabækur sem þeir nota opinberlega í sinni vinnslu - sjá nánar hér að neðan "PANTONE vottun".

Við afhendum Tækniskólanum og Listaháskólanum eldri litabækur klúbbfélaga sem hægt er að nota við kennslu auk þess sem við notum eldri bækur sjálf í okkar námskeiðahaldi. Nemendur í grafískri hönnun, prentun og grafískri miðlun hafa fram til þessa þurft að sætta sig við að nota eldgamlar PANTONE litabækur en nú er stefnan sett á að bækur sem notaðar verða við kennslu séu helst ekki eldri en tveggja ára gamlar.

Við skráum alla klúbbfélaga í þar til gerðan gagnagrunn og vísum svo á viðkomandi fáum við upp í hendurnar verkefni sem hentar viðkomandi, skv. skráningu. Skráningin er ekki eingöngu bundin við verkþætti sem snúa að PANTONE en er í raun eins ýtarleg og hver og einn kýs og hver klúbbmeðlimur getur komið eins miklum upplýsingum um fyrirtæki sitt á framfæri eins og hann/hún vill.

PANTONE vottun
Við bjóðum fagfólki sem á nýjar PANTONE litabækur upp á formlega notendavottun á því og kostar hver vottun kr. 11.900 án vsk. Innifalin er grunnvottun og síðan þarf að lágmarki að sækja um vottun fyrir 1 PANTONE litabók/möppu/sett, sjá hér að neðan.

Bæði er hægt að fá vottun fyrir litabækur (Guides) og möppur með PANTONE litasýnishornum. Notendur þurfa að framvísa reikningi fyrir kaupum á viðkomandi vörum. Vottun gildir í 12 mánuði frá afhendingardegi viðkomandi vöru.

Notendavottun fyrir PANTONE litavog, PANTONE Capsure, skoðunarlýsingu skv. ISO 3664-2009 eða á að viðkomandi félagi skili litvottuðum próförkum kostar kr. 39.900 án vsk pr. ár.

Notendavottun er innifalin í kaupum á ofangreindum vörum frá I&I Heildsölu/Spot-Nordic.

Vottunin fer þannig fram að við útbúum myndræna staðfestingu/stimpil sem er vottun á að viðkomandi félagi sé PANTONE notandi og að PANTONE litasýnishornabækur viðkomandi séu í gildi sem og að viðkomandi skuldbindi sig til að skila þeim PANTONE litum sem hann er vottaður fyrir rétt frá sér. Gefin er út grunnvottun/stimpill og svo er gefinn út einn stimpill fyrir hverja tegund af litasýnishornabók/bókum og er gildistími til og með 30. apríl ár hvert.

Félögum er heimilt að nota þessa stimpla í eigin markaðssetningu, fyrir tilboðsgerð og til að máta sig við aðra félaga í klúbbnum.

Við gefum út notendavottanir/stimpla fyrir flokkana Grafísk hönnun, Vefhönnun, Prentun og Prentkaupandi en munum skoða í framhaldinu að bæta við flokkum gerist þess þörf. Hér fyrir neðan eru dæmi um vottanir sem við gefum út.

Grunnvottun lítur svona út:

Fagnotendur sem velja að nota ofangreinda grunnvottun til kynningar á fyrirtæki sínu er skylt að framvísa samhliða neðangreindum vottunum/stimplum, svo ljóst sé hvaða PANTONE litakerfi viðkomandi býður upp á, - og hver ekki.

Við leggjum það í hendur hvers félaga að framvísa sínum vottunum smekklega, hver á sinn hátt.

Að auki er hægt að nálgast lista yfir félaga í PANTONE KLÚBBNUM hér með sundurliðun á notendavottunum viðkomandi og gildistíma.

Við skráningu í PANTONE KLÚBBINN er mikilvægt að nýr félagi sem er fagnotandi láti okkur vita ef ekki er óskað eftir vottun fyrir allar PANTONE litabækur sem keyptar eru heldur aðeins þær litabækur/sett þar sem viðkomandi er viss um að valdir PANTONE litir muni skila sér rétt út úr vinnslu - þ.e. að þeir séu samkeppnishæfir á því sviði.

Dæmi: Prentsmiðja kaupir spartöskuna PANTONE PORTABLE GUIDE STUDIO, sem inniheldur allar PANTONE litabækurnar. Forsvarsmenn prentsmiðjunnar meta það svo að hún geti ekki sem stendur lofað völdum PANTONE 4 lita afbrigðum réttum úr prentun, skv. PANTONE CMYK eða PANTONE COLOR BRIDGE litabókunum. Í þessu tilfelli væri eðlilegt að prentsmiðjan afþakkaði bláu og grænu stimplana hér að neðan, og sæktu aðeins um þann gula, brúna, fjólubláa og bleika.

Í þessu tilfelli gætum við aðstoðað viðkomandi prentsmiðju við að ná tökum á prentun í 4 lit til fullkomins samræmis við ISO 12647 staðalinn sem er grunnforsenda þess að hægt sé að prenta PANTONE CMYK litina og 4 lita útfærslur PANTONE COLOR BRIDGE litabókanna.

Með skráningu fagaðila og flokkun leggjum við okkar að mörkum til að fjölga viðskiptavinum hjá félögum í PANTONE KLÚBBNUM á kostnað þeirra sem standa utan klúbbsins og þegar upp er staðið eru góðar líkur á að klúbbfélagar sem selja þjónustu sína hagnist á að endurnýja PANTONE litabækur sínar árlega. Aðild að klúbbnum er einnig til þess fallin að auka vandvirkni starfsfólks í vinnslu og fækka þannig dýrum mistökum, auk þess sem líkur eru á að kröfuharðir prentkaupendur leiti í ríkara mæli til fyrirtækja sem eru vottaðir PANTONE notendur, frekar en þeirra sem eru það ekki.

Félagar í klúbbnum eru einnig skráðir á póstlista klúbbsins og fá send sértilboð á PANTONE vörum eða fagupplýsingar sem snúa að PANTONE og skildum málefnum, námskeið sem í boði eru á hverjum tíma en fram til þessa höfum við sett þessi tilboð inn í vörulista okkar og sent út á alla aðila sem starfa á sviði grafískrar hönnunar, prentsmiðjur og skiltagerðir.

Pöntunum á PANTONE litabókum á afsláttarverði fyrir klúbbmeðlimi þarf að skila inn fyrir 10. apríl (vorpöntun) og 10. ágúst (haustpöntun) ár hvert en einnig er hægt að skrá sig á öðrum tímum árs en þá má reikna með að viðbótarflutningsgjald bætist við verð á umbeðnum vörum ef viðkomandi vara er ekki til á lager. Einnig er hægt að leggja inn svokallaðar biðpantanir, en þá fer pöntun viðkomandi í gang þegar tilteknu lágmarksmagni er náð fyrir pöntun til PANTONE. 

Við köllum eftir að viðskiptavinir klúbbfélaga (prentkaupendur) gefi félögum, sem bjóða upp á vinnslu þar sem PANTONE litir eru notaðir, stjörnur frá 1-5 (1 stjarna = ömurlegt, 5 stjörnur = óaðfinnanlegt) fyrir unnin verkefni og komum við stjörnugjöf ásamt athugasemdum áleiðis til klúbbfélaga, hvort sem einkunn er góð eða slæm.

Ef gefnar eru 3 stjörnur eða minna bjóðum við viðkomandi prentkaupanda að skoða viðkomandi verkefni og ef okkar mat er að viðkomandi litur/litir séu ekki innan eðlilegra vikmarka (4-5 stjörnur) þá mælumst við til að viðkomandi verkefni sé endurunnið án kostnaðar fyrir viðskiptavin. Undantekning er ef viðskiptavinur hefur kvittað á prentaða örk til samþykkis (OK SHEET) áður en vinnsla hófst.

Ef viðskiptavinur klúbbfélaga gefur 4-5 stjörnur og er himinlifandi með útkomuna þá er tilvalið fyrir viðkomandi vinnsluaðila að birta umsögn viðskiptavinarins og einkunnargjöf t.d. á vefsíðu sinni til að laða að viðskiptavini.

Við tökum almennt ekki afstöðu til annarra atriða en PANTONE lita nema sérstaklega sé beðið um það.

Stjörnur er hægt að gefa fyrir eftirfarandi atriði:

Þjónustu
Faglega kunnáttu
Hraða
Gæði afurðar (almennt)
Áreiðanleika
Verðlagningu

Skil á völdum PANTONE lit/litum (sérlitir eða effektalitir)
Skil á völdum PANTONE lit/litum (4 lita útfærslur)

Þessi stjörnugjöf verður ekki gerð opinber en hún nýtist okkur þegar kemur að eigin mati á tilboðum í tiltekin verkefni og gefur klúbbfélögum möguleika á að íhuga hvar þeir gætu bætt sig.

Fyrirtæki og einstaklingar sem versla Pantone litasýnishornabækur eru sjálfkrafa skráð í PANTONE KLÚBBINN í 12 mánuði frá kaupdegi nema sérstaklega sé óskað eftir öðru.

Að 12 mánuðum liðnum frá skráningardegi býðst viðkomandi að endurnýja PANTONE vörur sínar á afsláttarkjörum sem nema 10% frá listaverði, bæta við PANTONE línum eða minnka við sig eins og hentar eða segja sig úr klúbbnum.

Við mælum með að fyrirtæki og einstaklingar sem kaupa mikið af prentuðu efni (prentkaupendur) gangi í klúbbinn, fjárfesti sjálf í nýjustu PANTONE litabókunum og skipti þeim út árlega. Þannig er hægt að fylgjast með að örugglega sé verið að velja og prenta rétta liti þar eð við heyrum því miður alltaf af og til af auglýsingastofum, prentsmiðjum og skiltagerðarfyrirtækjum sem notast við gamlar og upplitaðar Pantone litabækur í vinnslu, annaðhvort af misgáningi eða þá að þau treysta einfaldlega á að viðskiptavinir séu ekki of kröfuharðir þegar kemur að vali á litum.

Okkar afstaða er hinsvegar sú að ef þú velur ákveðna liti, að þá eigi að skila réttum litum, sé þess nokkur kostur, annars er eins gott að sleppa því að eyða tíma og fé í litaval og litasamsetningar á hönnunarstiginu.


Hvaða PANTONE litur er réttur og hvaða litur er rangur?

Komi upp ágreiningur um tiltekinn fyrirfram skilgreindan PANTONE lit þá gildir sá PANTONE litur sem er í PANTONE bók þeirri sem er innan við 12 mánaða gömul. Minniháttar sveiflur á milli litabóka innan sama árgangs PANTONE geta komið til en sjaldan það miklar að augað nemi það. Einnig getum við skorið úr um hvort litur er réttur eða rangur með notkun mælitækja s.s. PANTONE CapSure litamælisins sem inniheldur flesta PANTONE litina, þar á meðal alla sérlitina og 4 lita útfærslur PANTONE litanna fyrir húðaðan og óhúðaðan pappír eða með litrófsmælum og samanburði LAB gilda viðkomandi litar við rétt LAB gildi.

Stofnandi og eigandi I&I Heildsölu/Spot-Nordic, Ingi Karlsson er offsetprentari að mennt og starfaði sem slíkur í um 20 ár, aðallega við blöndun og prentun PANTONE lita, þar á meðal við aðlögun sérlita fyrirtækja við 4 lita rasta og hefur því mikla reynslu af því að meta hvort tiltekinn PANTONE litur er réttur eða rangur. Ingi er einnig annar tveggja aðila á Íslandi sem hefur sótt námskeið hjá Ugra í Sviss og fengið vottunina "Ugra Certified Expert" (UCE) en UCE gengur út á að aðstoða prentsmiðjur við að ná fullkomnum tökum á verkflæði 4 lita prentunar til að tryggt sé að þær skili 4 lita prentun skv. ISO 12647/PSO (Process Standard Offset) staðlinum.

Í erfiðum ágreiningsmálum getum við, sé þess óskað, kallað eftir áliti litasérfræðinga hjá PANTONE fyrirtækinu.

Við bjóðum upp á eftirfarandi þjónustu:

Gerð PANTONE litasetta:
Litasett getur verið samsett af samtals 4-5 mismunandi PANTONE litanúmerum þar sem hvert númer er einungis ætlað til notkunar fyrir einn miðil/efni. Markmiðið er að grunnliturinn sem valinn er skili sér sem réttast, óháð miðli, efni eða prentaðferð.

CHECKPOINT:
Miðlæg skráning sérlita og 4 lita afbrigða í litum fyrirtækja (logo) - sértækar vinnslu upplýsingar við prentun, upplýsingagjöf, skoðun og mæling verkefna (sérlita).

Gæðaverkefni: (fyrir prentsmiðjur): Greining á vinnuferli, fyllt í "götin", fjárfestingaráætlun til 1-3 ára eftir þörfum.

Upplýsingagjöf um faglega þjónustu félaga í PANTONE KLÚBBNUM til fyrirtækja og opinberra stofnana - endurgjaldslaust
Númera uppfletting og samanburður/Cross-Reference PANTONE lita (án endurgjalds fyrir klúbbmeðlimi)

Gæðamat og mælingu á tilteknum verkefnum/litum í prentun
Umsjón með útboðum/tilboðsbeiðnir
Slembiúttekt og mælingu á prentuðum verkefnum (stöðumæling)
Álitsgjöf í ágreiningsmálum
Úttekt á prentun (Press check - áður en prentun hefst)
Ráðgjöf við val og samræmingu á litum fyrir mismunandi pappírsgerðir eða miðla
Ráðgjöf við PANTONE litaval og áframvinnslu, sérlitur/4 litur/málmlitur/effektalitur, upplausn, AM eða FM
Námskeið/kennsla í notkun PANTONE kerfisins
Viðeigandi lýsing (ljósaperur) fyrir PANTONE skilgreinda liti

Gerð (uppskrift) sérlita og miðlæga skráningu uppskriftar þar sem umbeðinn litur/litir eru ekki til staðar í hinum stöðluðu PANTONE litasýnishornabókum*.


*Þetta getur verið nauðsynlegt ef t.d. er verið að leita uppi tiltekinn lit sem hefur verið prentaður áður og mikilvægt þykir að viðkomandi litur/litir séu aðgengilegir til frambúðar sem sérlitur- sbr. við prentun á árlegum útgáfum eða ef viðkomandi litur hefur verið prentaður í 4 lit en nú er þörf á að hann sé prentaður sem sérlitur eða ef viðkomandi litur hefur verið prentaður á óhúðaðan pappír en nú er þörf á að prenta sama lit á húðaðan pappír.

Viðkomandi litur sem óskað er eftir kann meira að segja að hafa verið valinn af öðru efni en pappír, s.s. af flík, málmi eða öðru efni eða þá að viðkomandi fyrirtæki vill einfaldlega búa til sína eigin liti sem eiga þá að öllum líkindum eingöngu við þau, eða þá vöru sem þau eru að selja, hvort sem er á Íslandi eða annarsstaðar.

Nánari upplýsingar veitir Ingi Karlsson, - ingi@spot-nordic.com og í síma 896 9790.

Pantone litakerfið fyrir prentun á pappír auk skilgreininga lita fyrir vef og ljósvakamiðla skiptist í eftirfarandi litakerfi:

Eftirfarandi litakerfi eru almennt notuð bæði í prentun á pappír, sem og prentun á plast, skiltagerð og annað á Íslandi.
(Sjá nánari upplýsingar, myndir og verð í vörulista okkar sem hægt er að sækja hér)

Verðskrá fyrir PANTONE Fashion & Home línuna sem er ætluð fyrir t.d. fatahönnun (textíl) er hér

PANTONE FORMULA GUIDE (GP1601N) - 1.867 litir
Sérlitir fyrir húðaðan og óhúðaðan pappír, innihalda uppskriftir lita fyrir blöndun

Eftirfarandi eru þjónustuliðir sem ættu að vera í boði fyrir þessa vöru:

Auglýsingastofur
Notkun PANTONE Color Manager (hugbúnaður)
Aðstoð við val á sérlitum fyrir húðaðan og óhúðaðan pappír
Þekking á notkun PANTONE sérlita í grafískri vinnslu
Grafísk hönnun í PANTONE sérlitum
Aðstoð við val á viðeigandi pappír til prentunar með völdum litum
Aðstoð við samræmingu sérlita á milli pappírstegunda
Uppsetning verkefna (layout/umbrot) fyrir prentun
Skil á verkefnum til prentunar
Úttekt á prentun sérlita fyrir prentun (Press check)

Prentsmiðjur, skiltagerðir
Notkun PANTONE Color Manager (hugbúnaður)
Uppsetning verkefna (layout/umbrot) fyrir prentun
Skil á verkefnum til prentunar
Útkeyrsla á PANTONE sérlitaverkefnum til prentunar
Aðstoð við val á sérlitum fyrir húðaðan eða óhúðaðan pappír
Aðstoð við val á viðeigandi pappír til prentunar með völdum litum
Aðstoð við samræmingu sérlita á milli pappírstegunda
Blöndun á sérlitum
Prentun á sérlitum
Gæðastjórnun við prentun sérlita (handvirkir density mælar notaðir við mat á litum í prentun, skráning lita(r) fyrir viðkomandi viðskiptavin.
Gæðastjórnun við prentun sérlita (handvirkir litrófsmælar notaðir við mat á litum í prentun, skráning lita(r) fyrir viðkomandi viðskiptavin).
Gæðastjórnun við prentun sérlita (sjálfvirkir density litaborðalesarar beintengdir hugbúnaði notaðir við mat á litum í prentun)
Gæðastjórnun við prentun sérlita (sjálfvirkir litrófs-litaborðalesarar beintengdir við hugbúnað notaðir við mat á litum í prentun)

PANTONE COLOR BRIDGE C (GG6103N) - 1.867 litir
Sérlitir og 4 lita útfærslur fyrir húðaðan pappír skv. ISO 12647-2, RGB/HTML fyrir vef og ljósvakamiðla

Eftirfarandi eru þjónustuliðir sem ættu að vera í boði fyrir þessa vöru:

Auglýsingastofur
Notkun PANTONE Color Manager (hugbúnaður)
Aðstoð við val á sérlitum eða 4 lita afbrigðum fyrir húðaðan pappír
Þekking á notkun PANTONE sérlita og 4 lita útfærsla í hönnun
Uppsetning verkefna (layout/umbrot) fyrir prentun
Skil á verkefnum til prentunar
Úttekt á prentun sérlita eða 4 lita afbrigða fyrir prentun (Press check)

Prentsmiðjur, skiltagerðir
Útkeyrsla á sérlita og 4 lita verkefnum til prentunar skv. ISO 12647 staðli
Aðstoð við val á sérlitum eða 4 lita afbrigðum fyrir húðaðan pappír
Aðstoð við val á viðeigandi pappír til prentunar með völdum litum
Prentun á 4 lita afbrigðum á húðaðan pappír
Litapróförk fyrir 4 lit í boði (innifalin í verði)
Litapróförk fyrir 4 lit í boði (gegn gjaldi)

Vefsíðugerðarfyrirtæki, vefhönnuðir, hönnuðir sjónvarpsauglýsinga og skjáauglýsinga
Val á litum fyrir vef, skjáauglýsingar eða sjónvarpsauglýsingar/breiðtjald/skjávarpa

PANTONE COLOR BRIDGE U (GG6104N) - 1.867 litir
Sérlitir og 4 litur fyrir óhúðaðan pappír skv. ISO 12647-2

Eftirfarandi eru þjónustuliðir sem ættu að vera í boði fyrir þessa vöru:

Auglýsingastofur
Notkun PANTONE Color Manager (hugbúnaður)
Aðstoð við val á sérlitum eða 4 lita afbrigðum fyrir óhúðaðan pappír
Þekking á notkun PANTONE sérlita og 4 lita útfærsla í hönnun
Uppsetning verkefna (layout/umbrot) fyrir prentun
Skil á verkefnum til prentunar
Úttekt á prentun sérlita eða 4 lita afbrigða fyrir prentun (Press check)

Prentsmiðjur, skiltagerðir
Útkeyrsla á sérlita og 4 lita verkefnum til prentunar skv. ISO 12647 staðli
Aðstoð við val á sérlitum eða 4 lita afbrigðum fyrir óhúðaðan pappír
Aðstoð við val á viðeigandi pappír til prentunar með völdum litum
Prentun á 4 lita afbrigðum á óhúðaðan pappír
Litapróförk fyrir 4 lit í boði (innifalin í verði)
Litapróförk fyrir 4 lit í boði (gegn gjaldi)

PANTONE CMYK (GP5101) - 2.868 litir
4 lita afbrigði fyrir húðaðan og óhúðaðan pappír skv. ISO 12647-2

Eftirfarandi eru þjónustuliðir sem ættu að vera í boði fyrir þessa vöru:

Auglýsingastofur
Notkun PANTONE Color Manager (hugbúnaður)
Aðstoð við val á CMYK 4 lita afbrigðum fyrir húðaðan og óhúðaðan pappír
Þekking á notkun PANTONE CMYK 4 lita útfærsla í hönnun
Uppsetning verkefna (layout/umbrot) fyrir prentun
Skil á verkefnum til prentunar
Úttekt á prentun 4 lita afbrigða fyrir prentun (Press check)

Prentsmiðjur, skiltagerðir
Útkeyrsla á 4 lita verkefnum til prentunar skv. ISO 12647 staðli
Aðstoð við val á 4 lita afbrigðum fyrir húðaðan eða óhúðaðan pappír
Aðstoð við val á viðeigandi pappír til prentunar með völdum litum
Prentun á 4 lita afbrigðum á húðaðan eða óhúðaðan pappír
Litapróförk fyrir 4 lit í boði (innifalin í verði)
Litapróförk fyrir 4 lit í boði (gegn gjaldi)

PANTONE EXTENDED GAMUT COATED GUIDE (GG7000) - 1.729 litir
CMYKOGV (7 lita) afbrigði fyrir húðaðan og óhúðaðan pappír.

CMYK prentun skv. ISO 12647-2 + Orange (O), Green (G) og Violet (V) til útvíkkunar á litasviði að því marki að þessir litir ættu að vera samanburðarhæfir við PANTONE sérlitina.

Aldrei eru notaðir fleiri en samtals 3 af þessum 7 litum pr. lit.

Eftirfarandi eru þjónustuliðir sem ættu að vera í boði fyrir þessa vöru:

Auglýsingastofur
Notkun PANTONE Color Manager (hugbúnaður)
Aðstoð við val á CMYKOGV 4 lita afbrigðum fyrir húðaðan pappír
Þekking á notkun PANTONE CMYKOGV útfærsla í hönnun
Uppsetning verkefna (layout/umbrot) fyrir prentun
Skil á verkefnum til prentunar
Úttekt á prentun 4 lita afbrigða fyrir prentun (Press check)

Prentsmiðjur, skiltagerðir
Útkeyrsla á allt að 7 lita verkefnum til prentunar - 4 litur skv. ISO 12647 staðli + 3
Aðstoð við val á 7 lita afbrigðum fyrir húðaðan pappír
Aðstoð við val á viðeigandi pappír til prentunar með völdum litum
Prentun á 7 lita afbrigðum á húðaðan pappír
Litapróförk fyrir CMYKOGV í boði (innifalin í verði)
Litapróförk fyrir CMYKOGV í boði (gegn gjaldi)

PANTONE Metallics (GG1507) - 301 litir
Málmlitir fyrir húðaðan pappír

Eftirfarandi eru þjónustuliðir sem ættu að vera í boði fyrir þessa vöru:

Auglýsingastofur
Notkun PANTONE Color Manager (hugbúnaður)
Aðstoð við val á Metallic litum fyrir húðaðan pappír
Þekking á notkun PANTONE Metallic lita í grafískri vinnslu
Grafísk hönnun með PANTONE Metallic litum
Aðstoð við val á viðeigandi pappír til prentunar með völdum litum
Uppsetning verkefna (layout/umbrot) fyrir prentun
Skil á verkefnum til prentunar
Úttekt á prentun Metallic lita fyrir prentun (Press check)

Prentsmiðjur, skiltagerðir
Notkun PANTONE Color Manager (hugbúnaður)
Uppsetning verkefna (layout/umbrot) fyrir prentun
Skil á verkefnum til prentunar
Útkeyrsla á PANTONE Metallic verkefnum til prentunar
Aðstoð við val á Metallic litum fyrir húðaðan pappír
Aðstoð við val á viðeigandi pappír til prentunar með völdum litum
Blöndun Metallic lita
Prentun með Metallic litum

PANTONE Premium Metallics (GG1505) - 300 litir
Litríkir málmlitir fyrir húðaðan pappír

Eftirfarandi eru þjónustuliðir sem ættu að vera í boði fyrir þessa vöru:

Auglýsingastofur
Notkun PANTONE Color Manager (hugbúnaður)
Aðstoð við val á Metallic litum fyrir húðaðan pappír
Þekking á notkun PANTONE Metallic lita í grafískri vinnslu
Grafísk hönnun með PANTONE Metallic litum
Aðstoð við val á viðeigandi pappír til prentunar með völdum litum
Uppsetning verkefna (layout/umbrot) fyrir prentun
Skil á verkefnum til prentunar
Úttekt á prentun Metallic lita fyrir prentun (Press check)

Prentsmiðjur, skiltagerðir
Notkun PANTONE Color Manager (hugbúnaður)
Uppsetning verkefna (layout/umbrot) fyrir prentun
Skil á verkefnum til prentunar
Útkeyrsla á PANTONE Metallic verkefnum til prentunar
Aðstoð við val á Metallic litum fyrir húðaðan pappír
Aðstoð við val á viðeigandi pappír til prentunar með völdum litum
Blöndun Metallic lita
Prentun með Metallic litum

PANTONE Pastels & Neons (GG1504)
154 Pastel litir og 56 Neon (fluorcent) litir fyrir húðaðan og óhúðaðan pappír

Eftirfarandi eru þjónustuliðir sem ættu að vera í boði fyrir þessa vöru:

Auglýsingastofur
Notkun PANTONE Color Manager (hugbúnaður)
Aðstoð við val á Pastel eða Neon litum fyrir húðaðan eða óhúðaðan pappír
Þekking á notkun PANTONE Pastel & Neon lita í grafískri vinnslu
Grafísk hönnun með PANTONE Pastel & Neon litum
Aðstoð við val á viðeigandi pappír til prentunar með völdum litum
Uppsetning verkefna (layout/umbrot) fyrir prentun
Skil á verkefnum til prentunar
Úttekt á prentun Pastel & Neon lita fyrir prentun (Press check)

Prentsmiðjur, skiltagerðir
Notkun PANTONE Color Manager (hugbúnaður)
Uppsetning verkefna (layout/umbrot) fyrir prentun
Skil á verkefnum til prentunar
Útkeyrsla á PANTONE Pastel & Neon verkefnum til prentunar
Aðstoð við val á Pastel eða Neon litum fyrir húðaðan eða óhúðaðan pappír
Aðstoð við val á viðeigandi pappír til prentunar með völdum litum
Blöndun Pastel & Neon lita
Prentun með Pastel & Neon litum

Við bendum einnig sérstaklega á svokallaða "sparpakka" fyrir notendur sem nota fleiri en eina tegund ofangreindra litakerfa en þá er hægt að fá mörg og jafnvel öll ofangreind litakerfi í tösku eða rekka á hagstæðari kjörum en ef litakerfin eru keypt sér.

Einnig eru fáanleg PANTONE litakerfi sem aðlöguð hafa verið fyrir plast, fatnað og málningu, svo dæmi séu nefnd.

Til baka á aðalsíðu